Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

The Byrds – Turn! Turn! Turn! Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt. Hér mæta þeir inn í taugakerfi ykkar. Fogglarnir. Moppuhártoppslegnir Los Angeles gítar-prestarnir. Tambúrínu-lemjandi hass-hvolparnir. Með tvö þúsund og fimm hundruð ára boðskap.  Þú hefur fengið fimmtíu og þrjú ár til að búa þig undir boðskapinn. Og það er nógur tími. Fyrir sérhvern tilgang, er tími. Örvænting er ekki til. Og friðurinn mun sigra stríðið. Það er aldrei of seint að elska. Það er alltaf tími til að smyrja kæfu á rúgbrauð. Gleðilegt nýtt ár. Gleðilegan nýjan snúning, nýja umbyltingu, nýja beygju á lífsins braut sem við fetum í eilífri hringrás, aftur og aftur og aftur, þar til fuglarnir hrynja af himnum og boðorð konungsins í Babýlon verða ómerk. Gleðilegt líf, fíling skuluð þér eiga.