Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Það þurfti ekkert minna en vel-versaðan gestófíl til að afhausa fílinn í herberginu þegar Waterfalls með TLC var tekið fyrir. Sandra Barilli, bransakona, mætti í fílun og fór yfir stóru umfjöllunarefni Níunnar. HIV, dópið, stúlknasveitir og jarmið. Tionne „T-Boz” Watkins, Lisa „Left Eye” Lopes og Rozonda „Chilli” Thomas mynduðu TLC og urðu strax vinsælar, fóru svo í klassískt bransagjaldþrot, en náðu sér á strik aftur. Saga þeirra inniheldur allt það svakalegasta úr amerískri öfgamenningu og umfjöllunarefni laganna eru ekki á smáum skala heldur. Waterfalls fjallar um stór málefni. Að ætla sér ekki um of. Annars endar maður dauður. En það enda svo sem allir þannig – en um það er einnig fjallað í þættinum. Hlýðið á og samfílið. Á borð er borinn risasmellur.