Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes

Categorías:

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér. Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu. Inn í eldhúsi eru stelpur með eldrauða varaliti að keðjureykja sígarettur og hrinda hver annarri. Úti í garði er búið að kveikja eld. Slökkviliðið er á leiðinni. Fyrir framan húsið er tuttugu stórum amerískum köggum lagt þvers og kruss ofan í blómabeð og upp á gangstéttir. Einhver hálfviti er byrjaður að skjóta upp flugeldum. Í gegnum stofugluggana sjást skuggamyndir af stjórnlausum hópdansi, menn með hatta að sveifla mittismjóum pin-up skvísum í allar áttir. Í dag verður lagið „Wooly Bully“ með Sam The Sham & The Pharaohs fílað. Þetta er hið fullkomna spoiled-brat hálfvitalag sem fangar æðislegan hluta amerísks unglingakúltúrs. Heyrn er sögu ríkari: