You Really Got Me – Þröngar buxur, rifið sánd, mannkyn ærist
Fílalag - Un pódcast de Fílalag - Viernes
Categorías:
Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra tíma. Þó að Chuck Berry hafi ræst frumhreyfilinn árið 1955 þá var ekki almennilega búið að stíga á bensíngjöfina fyrr en Kinks mæta með You Really Got Me. You Really Got Me er klessukeyrsla sem drunar áfram í taugaveiklunar-tyggjó-takti. Lagið er blóðrautt frumöskur úr svarthvítum heimi. Bara hlustið og fílið og deyið!