Fimmti þáttur

Fólkið í garðinum - Un pódcast de RÚV

Podcast artwork

Categorías:

Í þessum þætti er staldrað við legsteina tveggja skálda sem standa hlið við hlið við aðalinngang kirkjugarðisins Suðurgötumeginn. Rímnaskáldið Sigurð Breiðfjörð (1798-1846) kannast flestir við og er saga hans mjög skrautleg en við hlið hans er legsteinn annars skálds sem var uppi töluvert seinna en hann en var að eigin ósk grafinn við hlið Sigurðar. Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882-1906) lést aðeins 24 ára gamall en náði á skammri ævi að yrkja mörg úrvalsljóð sem hafa haldið nafni hans á lofti. Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir