5G byltingin og heilsuspillandi efnin allt um kring

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Flest höfum við eflaust heyrt talað um hið svokallaða 5G farnet. Og eflaust í allskonar samhengi. Maður hefur heyrt samsæriskenningum fleytt um að 5G netið dreifi kórónuveirunni hægri vinstri um heimsbyggðina, að þessi nýja kynslóð farneta sé liður í áformum Bill Gates um að stjórna okkur öllum með örflögum sem á að hafa verið komið fyrir í okkur með Covid bólusetningum og þá hefur maður heyrt af flugfélögum sem aflýsa flugum vegna áhyggja af því að 5G geti á einhvern hátt truflað ferðalögin. En hvað vitum við í raun og veru um þetta forvitnilega fyrirbæri? Hver er tilgangurinn og er eitthvað að óttast? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins og þáttastjórnandi UT hlaðvarpsins Ský heimsækir Hádegið og segir okkur frá þessari nýju kynslóð farneta. Góð heilsa veltur ekki bara á heppni - segir Una Emilsdóttir læknir - heldur samspili erfða og umhverfis. Hún hvetur almenning til að temja sér gagnrýna hugsun og sneiða fram hjá vörum sem innihalda efni sem hafa slæm, skaðleg eða óþekkt áhrif á heilsu þeirra - geta komist í blóðrásina og raskað líkamsstarfseminni - haft hormónatruflandi áhrif eða krabbameinsvaldandi. Þetta á við um allskyns efni í allskonar formi: það sem við borðum, berum á okkur og öndum inn um slímhúðina - það er að segja, matvæli, snyrtivörur, leikföng, plastvörur og svo mætti æði lengi telja. Una ræddi við okkur um heilsufar, samspil erfða og umhverfis og hvar ábyrgðin á framboði og neyslu slíkra efna liggur í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.