Covid-19 stöðutékk og geislamengað vatn í sjóinn frá Fukushima
Hádegið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Bólusetningar eru enn í fullum gangi, hættustigi hefur verið aflétt á Landspítala og von er á nýjum sóttvarnartakmörkunum á næstu dögum, sem að öllum líkindum fela í sér einhverjar afléttingar. Við tökum stöðuna á heimsfaraldri í fyrri hluta þáttarins. Japanir hyggjast dæla rúmlega þúsund tonnum af geislamenguðu vatni sem notað var sem kælivatn þegar kjarnorkuslysið í Fukushima varð fyrir tíu árum - eða árið 2011. Vatnið er geymt í um þúsund tönkum á svæðinu sem nú eru að verða yfirfullir. Áform Japana hafa vakið hörð viðbrögð bæði heima fyrir sem og annarsstaðar að úr heiminum. Við förum yfir þessi áform Japana og viðbrögð alþjóðasamfélagsins í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.