Covid-réttarhöldin í Vín og dramatík í Vesturbænum

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Covid-réttarhöld - ef svo má að orði komast - hófust í Vínarborg í Austurríki á föstudaginn. Þetta eru fyrstu réttarhöldin af þónokkrum sem beinast að austurrískum yfirvöldum sem eru sökuð um seinagang í viðbrögðum við útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl og fleiri skíðabæjum í Týról snemma í faraldrinum, þrátt fyrir viðvaranir, svo sem frá Íslandi. Þúsundir manna frá fjörutíu og fimm löndum segjast hafa smitast af COVID-19 á skíðasvæðinu Ischgl í mars á síðasta ári - og svo "tekið hana með sér heim", ef svo má segja. En málið hefur vakið heimsathygli og vangaveltur hafa vaknað um hvort jafnvel megi rekja upptök fyrstu bylgju faraldursins í Evrópu til austurríska skíðasvæðisins. Mikil spenna er í efstu deild karla í fótbolta, en næst síðasta umferð deildarinnar klárast í kvöld þegar HK mætir Stjörnunni. Víkingar tylltu sér á topp deildarinnar í gær með hádramatískum sigri gegn KR-ingum í Vesturbænum, og á sama tíma biðu Blikar lægri hlut gegn FH í Kaplakrika. Liðin höfðu sætaskipti og nú skilja tvö stig liðin að þegar ein umferð er eftir. Eva Björk Benediktsdóttir íþróttafréttamaður lítur til okkar í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.