Elon Musk kaupir Twitter og 36 ár frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbyl
Hádegið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter samþykkti í gær yfirtökutilboð frá milljarðamæringnum Elon Musk, eiganda rafbílaframleiðandans Tesla. Tilboðið, sem hljóðar upp á 44 milljarða Bandaríkjadali, eða það sem nemur rúmlega 5.700 milljörðum króna verður nú lagt fyrir hluthafafund til samþykkis. Gangi kaupin í gegn má búast við ýmsum breytingum á miðlinum, en Musk, sem sjálfur nýtur mikilla vinsælda sem notandi miðilsins, ráðgerir að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og gera málfrelsi að útgangspunkti samfélagsmiðilsins - hvernig sem það mun svo líta út í framkvæmd. Katrín kynnti sér kaupin í fyrri hluta þáttarins. Í dag eru þrjátíu og sex á frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbyl í sovésku Úkraínu. Sé litið til dauðsfalla og kostnaðar, er Tsjernóbyl-slysið mesta kjarnorkuslys sögunnar. Rýma þyrfti borgina Pripyat í nágrenni við kjarnorkuverið, en þar bjuggu um 50 þúsund manns. Svæðið sem var rýmt var á stærð við Lúxemborg, og er það enn þann dag í dag geislavirkt. En sé litið í baksýnisspegil sögunnar má færa rök fyrir því að Tsjernóbyl-slysið hafi markað upphafið af endalokum Sovétríkjanna. Valur Gunnarsson sagnfræðingur ræðir við okkur um þetta hörmulega slys í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.