Handboltavertíð og Facebook breytir nafni sínu í Meta

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í fyrri hluta þáttarins sest Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður niður með okkur og ræðir við okkur um handbolta. Karla- og kvennadeildir eru komnar af stað hér á landi. Einar spáir í spilin og ræðir einnig um ný ofurlið í evrópskum handbolta. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um nafnabreytingu samskiptarisans Facebook, sem heitir nú Meta. Með nafnabreytingunni er Facebook nú að leggja áherslu á aukinn sýndarveruleika.. Nafnabreytingin er sjálf er því kannski ekki stóru fréttirnar hér, heldur fremur sá sýndarveruleikaheimur sem Meta hyggst stofna. Davíð Lúther Sigurðarson frmakvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, ræðir við okkur um nýjasta ráðabrugg Mark Zuckerberg. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.