Harðpróf og loftslagsváin

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við byrjum á örskýringu vikunnar, í boði Atla Fannars Bjarkasonar. Svokölluð hraðpróf hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu, próf sem fólk getur sjálft keypt í apótekum til að athuga hvort það sé haldið hinni skæðu sótt sem veldur Covid 19 sjúkdómnum. Sitt sýnist hverjum um gildi þessara prófa, eru þau áreiðanleg eða ekki? Eitt er víst, þau gætu auðveldað fólki lífið töluvert, en mark takandi á þeim? Í örskýringum sínum leitast Atli Fannar við að útskýra flókin á sem einfaldastan hátt. Hraðpróf, hvað er nú það? Loftslagsmálin eru áfram eitt af stærstu verkefnum samtímans, þótt heimsfaraldur kórónuveiru hafi gert það að verkum að umhverfis- og loftslagsmálin hafa kannski verið minna í fréttum undanfarið ár, en þau síðustu. Og það er verkefni stjórnvalda í hverju landi að ákveða hvernig sé barist í slagnum við hlýnun jarðar, eða hamfarahlýnun eins og þetta fyrirbæri er stundum kallað. Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána bendir til að þrátt fyrir aðgerðir ríkja heims séu markmið Parísarsamkomulagsins, um að halda hnattrænni hlýnun undir tveimur gráðum, enn ekki innan seilingar. Ísland hefur skuldbundið sig til Parísarsamkomulagsins og nú þegar kosningar eru á næsta leiti, er vert að athuga hvað stjórnvöld þurfa að gera á næstu árum. Ekki bara til að standa við sinn hluta samkomulagsins, heldur einnig til að gefa enn frekar í. Í síðari hluta þáttarins ræðum við við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing, um helstu áskornir næstu ríkisstjórnar í loftslags- og umhverfismálum Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.