Horfur á hlutabréfamarkaði og ár frá árásinni á þinghúsið

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við hefjum þáttin í dag á nýjum lið í Hádeginu: efnahags- og fjármálum. Magdalena Anna Torfadóttir hagfræðingur og sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja verður fastur gestur næsta misserið. Hún er blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þá er hún einnig umsjónarmaður hlaðvarpsþáttins Fjármálakastið. Í dag fjöllum við um horfur á mörkuðum á komandi ári, og hvernig síðasta ár leit út. Í dag er ár frá því að stór hópur æstra stuðnignsmanna Donalds Trumps réðist inn í þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum, með þeim afleiðingum að fimm létust. Atburðir þessa örlagaríka dags áttu eftir að marka djúp spor í bandarísku samfélagi, hjá þjóð sem skiptist í tvennt, bókstaflega, á skrautlegri forsetatíð Donalds Trump. Forsetinn fyrrverrandi sætir nú rannsókn af hálfu rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings fyrir aðild sína að uppþotunum, en Trump þótti hvetja stuðningsmenn sína til að taka kjöri Joe Bidens í forsetakosningunum tveimur mánuðum áður, ekki þegjandi og hljóðalaust. Í síðari hluta þáttarins rifjum við þennan örlagaríka dag í bandarísku samfélagi upp með þeim Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði og Guðmundi Hálfdánarsyni, forseta Hugvísindasviðs. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.