Hvert fara afgönsku flóttamennirnir og Ólympíumót fatlaðra að hefjast

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við höldum áfram að fjalla um mál málanna, stöðuna í Afganistan. Í síðustu viku fjölluðum við ítarlega um valdarán Talíbana í landinu, en þeir fara nú með tögl og hagldir þar eftir að hafa náð yfirráðum í höfðuborginni Kabúl fyrir rúmri viku. Tugir þúsunda Afgana hafa reynt að flýja land síðustu daga og vikur, með misjöfnum árangri. En hvert fara þessir flóttamenn og er önnur flóttamannakrísa í vændum? Ólympíumót fatlaðra hefst á morgun í Tokýó - Ísland á sex keppendur á mótinu, fimm sem eru að fara á ólympíumót í fyrsta sinn - við setjumst niður hér á eftir með Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttakonu og rýnum í sögu mótslins, fyrirkomulag og kynnumst íslensku keppendum betur. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Guðmundar og Þórhildar Ólafsdóttur.