Kjarnorkuvopn og kynlíf ungmenna

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við byrjum á stríðinu í Úkraínu. Í dag eru það kjarnavopnin. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði nýverið að hann væri búinn að virkja kjarnorkuflota sinn og setja hann í viðbragðsstöðu. En hverjar eru líkurnar á því að gripið verði til gereyðingarvopna í stríðinu í Úkraínu? Er kjarnorkusprengja það sama og kjarnorkusprengja? Og hversu öflug þarf sprengja að vera til þess að hún flokkist sem gereyðingarvopn? Við ræðum við Gunnar Hrafn Jónsson blaðamannn. Þriðjungi færri fimmtán ára stúlkur stunda kynlíf nú en í upphafi aldar hér á landi, eða 24 prósent. Hlutfall drengja hefur lækkað lítillega eða um tvö prósent frá upphafi aldar, úr 29 prósentum í 27. Aðeins 18 prósent íslenskra tíundu bekkinga notuðu smokk við síðustu samfarir. Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna, sem lögð hefur verið fyrir hér á landi frá 2006. En hvað þýðir þetta? Hvað útskýrir þessa þróun? Og hvernig stöndum við hér á landi í þessum málum samanborið við aðra þátttakendur í könnuninni í Evrópu og Norður-Ameríku? Ársæll Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, svarar því í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.