Netkosningar og blóðgjafir samkynhneigðra

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Kristjönu Björk Barðdal, tölvunarfræðing og stjórnarkonu í Ský, um netkosningar. Hvar eru þær framkvæmdar, hvað felst í þeim og hvers vegna er ekki kosið á netinu á Íslandi? Hverjir eru kostir og gallar þessa fyrirkomulags? Karlmaður sem hefur stundað kynmök við annan karlmann má ekki gefa blóð. Þannig hefur það verið í rúm tuttugu ár. Í síðustu viku lagði heilbrigðisráðherra til breytingu á reglugerð sem miðar að því að þessu verði nú breytt - að það verði gert óheimilt að mismuna blóðgjöfum vegna kynhneigðar. Í staðinn verði kveðið á um að blóðgjafi megi ekki hafa stundað ?áhættusamt kynlíf? - það er að segja kynlíf sem eykur verulega líkur á alvarlegum smitsjúkdómum sem berast með blóði. Í seinni hluta þáttarins ræðum við við Svein Guðmundsson, yfirlækni Blóðbankans um útilokun þessa hóps frá blóðggjöf, ástæðurnar þar að baki og úrræðin sem í boði eru fyrir stjórnvöld og Blóðbankann til að gera breytingar þar á. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.