Nýr þjóðarleikvanvur og afrek Blikastúlkna í Meistaradeildinni

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Á dögunum fjölluðum við í Hádeginu um aðstöðuleysi íslensku landsliðanna í handbolta og körfubolta, sem þurfa nú að leika heimaleiki sína erlendis, þar sem Laugardalshöll stenst ekki alþjóðlegar kröfur alþjóðahanknattleiks- og körfuboltasambandsins. Þá þykir Laugardalsvöllur einnig ekki vera upp á marga fiska í alþjóðlegu samhengi, og hafa forsvarsmenn HSÍ, KKÍ og KSí lengi kallað eftir því að stjórnvöld gyrði sig í brók og sjái til þess að aðbúnaður íslensku landsliðanna, heimavellirnir, standist alþjóðlegan samanburð. Nú kann að verða breyting þar á, með nýjum ráðherra íþróttamála. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, gladdi eflaust marga í gær þegar hann sagði hug sinn standa til þess að á kjörtímabilinu yrði hægt að fara á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvangi. Ásmundur Einar fer með málefni íþrótta í nýrri ríkisstjórn og var spurður út í málið í þættinum Pallborðinu á Vísi. Hann bætti þó við að varnagla þyrfti að setja á framkvæmdatíma og fleira. En af hverju liggur svona mikið á að henda upp nýjum þjóðarleikvangi? Erum við ekki í góðum málum í Laugardalnum? Við skulum skoða málið í örskýringu vikunnar hér í Hádeginu. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta beið lægri hlut fyrir Real Madrid á Kópavogsvelli á miðvikudag í næst síðasta leik B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Blikastúlkur eru á botni riðilsins með aðeins 1 stig, eiga enn eftir að skora mark í keppninni. Einn leikur er eftir, gegn Frakklandsmeisturum Paris St. Germain í París. En afrek Blikastúlkna er engu að síður mikið. Þær eru fyrsta íslenska knattspyrnuliðið sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Eva Björk Benediktsdóttir íþróttafréttmaður ræðir við okkur í síðari hluta þáttarins um afrek Blikastúlkna. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.