Réttað í Rauðagerðismálinu og endurlífgun loðfíla
Hádegið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu hófst á mánudag, en þar eru fjögur ákærð fyrir morðið á Armando Beqiri. Einn fjórmenninganna, Angelin Sterkaj, albanskur karlmaður á fertugsaldri, hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, með því að skjóta hann níu sinnum í höfuð og búk. Hin þrjú neituðu öll sök þegar ákæran var þingfest. Rannsókn lögreglu á moðrinu í Rauðagerði er ein sú umfangsmesta í sögu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabili höfðu fjórtán réttarstöðu sakbornings og níu sátu í gæsluvarðhaldi. Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður, hefur setið réttarhöldin í vikunni, en þeim lauk í gær og munnlegur málflutningur í málinu fer fram eftir tæpa viku, næstkomandi fimmtudag. Freyr fer yfir þessi flóknu réttarhöld. Vísindamenn freista þess um þessar mundir að endurvekja loðfíla - risaskepnur sem hafa verið útdauðar í um fjögur þúsund ár. Gangi áætlanir þeirra eftir segir fyrirtækið að tæknin geti nýst á ýmsan annan hátt í framtíðinni: Svo sem til að viðhalda stofni dýra sem eru í bráðri útrýmingarhættu og reisa við stofna sem mannkynið hefur útrýmt. Þá gæti tæknin haft jákvæð áhrif á loftslagsvána. Við könnum þetta forvitnilega mál nánar í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.