Ríkisstjórnin fundar um hertar aðgerðir
Hádegið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan fjögur í dag á Egilsstöðum til að ræða tillögur sóttvarnarlæknis að hertum aðgerðum innanlands, en í dag eru einmitt fjórar vikur síðan þjóðin fagnaði þeim merka áfanga að öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt innanlands. Smitum hefur farið ört fjölgandi að undanförnu. Í fyrradag greindust 78 með Covid-19, en ekki hafa fleiri smit greinst á einum degi síðan 27. október í fyrra. Í gær fóru á fjórða þúsund manns í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim reyndust 76 smitaðir. Flestir þeirra sem nú greinast smitaðir eru bólusettir. En hvernig má það vera? Eru bóluefnin ekki að virka sem skyldi? Og hvað þá? Við skoðum málið í Hádeginu í dag. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.