Söfnun UNICEF og kosningar í Ungverjalandi

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Við byrjum hér heima. Á laugardagskvöldið var mikið um dýrðir þegar landsmenn fylgdust með heimsins mikilvægasta kvöldi í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Fjöldi listamanna kom fram og fjöldi sjálfboðaliða í símaveri vann baki brotnu - og allt var þetta fyrir góðan málstað - en barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF, stóð fyrir herlegheitunum. Við ræðum við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi, um söfnunina, útkomuna og stöðuna í fyrri hluta þáttarins. Victor Orban verður forsætisráðherra Ungverjalands, fjórða kjörtímabilið í röð. Samkvæmt nýjustu tölum tryggði hann sér, ásamt íhaldsflokknum, yfirgnæfandi meirihluta í kosningum í gær, þrátt fyrir spár um annað. Orban segir sigurinn sinn mikilfenglegasta til þessa. Við förum yfir það hvers vegna ráðherrann telur þennan sigur sætastan og kosningarnar í Ungverjalandi í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.