Tutu og spenna við landamæri Rússlands og Úkraínu

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Desmond Tutu, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup í Suður-Afríku, lést á sunnudaginn, níræður að aldri. Vikulöng þjóðarsorg er í Suður-Afríku honum til heiðurs og efnt hefur verið til fjölda minningarathafna um landið allt. Tutu verður svo jarðsettur í Höfðaborg á nýársdag. Hans er minnst sem friðsömum baráttumanni sem barðist gegn aðskilnaðarstefnu og öllu óréttlæti. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku tilkynnti um andlát erkibiskupsins. Hann sagði hann raunsæjan föðurlandsvin sem ætti sér enga hliðstæðu. Við fjöllum um manninn og lífshlaup hans í fyrri hluta þáttarins. Í seinni hluta þáttarins er rætt við Val Gunnarsson, sagnfræðing og rithöfund, um eldfima stöðu sem upp er komin við landamæri Rússlands og Úkraínu. En Úkraína, Bandaríkin og Evrópusambandið óttast yfirvofandi innrás tuga þúsunda rússneskra hermanna jafnvel strax á næsta ári. Og G7-ríkin hafa þegar varað Rússa við afleiðingum, verði af innrásinni. Rússnesk yfirvöld hafna hins vegar öllum slíkum ásökunum og segja þær til marks um Rússafælni. Reiknað er með að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands hefjist snemma á nýju ári, sem og viðræður milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.