Umhverfisvæn tækni og netlöggur
Hádegið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26 í Glasgow, er gengin í hönd, þar sem yfir 120 þjóðarleiðtogar og önnur mektarmenni, umhverfisaktívistar, vísindamenn og ja allir sem vettlingi geta valdið virðist vera, eru saman komin til að leita að úrlausnum um hvað ríki heims þurfi að gera til að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá upphafi iðnbyltingar. Ein stærsta áskorunin í umhverifsmálum í dag tengist tækninni og hinum svokölluðu orkuskiptum. Hvernig og hvenær getum við með raunhæfum hætti minnkað, og að endingu, hætt að nota jarðefnaeldsneyti? Hvernig getum við nýtt tæknina til að vera umhverfisvænni og hvað er verið að gera til þess að bæði fyrirtæki og einstaklingar geti lifað umhverfisvænna lífi? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins segir okkur betur frá því. Morðmál hinnar bandarísku Gabrielle Petito varpar ljósi á bæði hugsanlegan ávinning og hugsanlegar afleiðingar þess að almenningur taki í auknum mæli rannsóknir á alvarlegum sakamálum í eigin hendur, aðeins vopnaðir tölvu, nettengingu og þeim hafsjó af upplýsingum sem flestir skilja eftir sig á netinu í dag. En er þessi þróun góð eða slæm? Hverjir eru kostirnir og gallarnir við netlöggurnar? Við fengum til okkar Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, til að svara því. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.