Vinstriblokkin sigrar í Noregi og slær í brýnu milli Talíbana

Hádegið - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Vinstriblokkin hafði sigur í þingkosningum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum kosninga á mánudag náði vinstriblokkin hundrað þingsætum af hundrað sextíu og níu og hægriblokkin tapaði tuttugu sætum frá síðustu kosningum. Verkamannaflokkurinn hlaut flest atkvæði og verður með fjörutíu og átta þingmenn á Stórþinginu. Þar með lauk hægristjórnartíð síðustu ára, undir forystu Ernu Solberg, forsætisráðherra og leiðtoga Hægriflokksins. Og við stjórnartaumunum tekur Jonas Gahr Störe, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem þegar hefur hafið stjórnarmyndunarviðræður ? en búist er við að það geti reynst erfitt verk. Við förum yfir niðurstöður kosninganna í seinni hluta þáttarins. Í fyrri hluta þáttarins ræðir Gunnar Hrafn Jónsson, sérfræðingur um málefni mið-austurlanda um uppþot í forsetahöllinni í Afganistan, þar sem sló í brýnu milli æðstu ráðamanna Talíbana. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.