Vörubílstjórar mótmæla í Kanada og netnotkun ungmenna
Hádegið - Un pódcast de RÚV
Categorías:
Kröftug mótmæli vörubílstjóra og fólks sem er ósammála bólusetningaskyldu í landinu standa nú yfir í höfuðborginni Ottawa. Tugir atvinnubílstjóra keyrðu yfir Kanada í vikunni sem leið og vöktu athygli á málstað sínum, og virðast ef marka má fréttamyndir, njóta töluverðs stuðnings. Spjótin beinast að forsætisráðherranum Justin Trudeau, sem gefur lítið fyrir málflutning bíljstóranna og kallar mótmælendur illa upplýstan minnihlutahóp. Um sjö hundruð milljónir íslenskra króna hafa safnast til stuðnings mótmælendum. Nánast öll börn hér á landi á aldursbilinu níu til átján ára eiga eigin farsíma. Almenn netnotkun eykst með aldri barna og verður tvöfalt meiri milli unglingastigs og framhaldsskóla. Youtube virðist vera langvinsælasti miðilinn meðal íslenskra barna- og unglinga. Rúm níutíu prósent barna nota hann, svo sem til að fylgjast með tölvuleikjaspili eða tónlist. Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu níu til átján ára sér eftir einverju sem þau hafa deilt á samfélagsmiðlum - og það á frekar við stelpur en stráka. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem lögð var fyrir grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára um land allt. Tæplega sex þúsund nemendur svöruðu. Þessar niðurstöður eru hluti af stærri könnun um miðlanotkun barna. Von er á frekari niðurstöðum sem snúa að kynferðislegum athugasemdum á netinu og öryggi barna og ungmenna á netinu og í tölvuleikjum. Í seinni hluta þáttarins fáum við Skúla Geirdal, verkefnastjóra miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, til að segja okkur nánar frá niðurstöðunum og þýðingu þeirra. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.