Børsen, minningar Liz Truss, pólitík og götublöð

Heimsglugginn - Un pódcast de RÚV - Jueves

Categorías:

Bogi Ágústsson ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um eldsvoðann í Kaupmannahöfn er Børsen brann og byggingar Kristjáns fjórða konungs. Þau ræddu og nýja bók Liz Truss, sem var forsætisráðherra Bretlands í 49 daga. Hún hefur farið mikinn í kynningu á bók sinni þar sem hún ver sjálfa sig og stefnu sína sem leiddi til þess að pundið hrundi, markaðir tóku dýfu og vextir snarhækkuðu. Rætt var um bresk stjórnmál en bæja- og sveitastjórnarkosningar verða í maí og þingkosningar síðar á árinu. Í lokin heyrðum við lagið Tu Vuo'Fa' L'Americano með Hetty and the Jazzato Band. Sú sveit spilar ítalska dægurlagatónlist mest frá fyrri hluta síðustu aldar. Þau syngja bæði á ítölsku og ensku og sum lögin eru þekkt, önnur minna þekkt nú til dags.