44 | Öryggi fréttamanna, hin pólitíska NBA deild og Hvíta-Rússland

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Í Heimskviðum í dag er fjallað um öryggi blaðamanna í heiminum, sem víða er verulega ábótavant og segjum frá samblandi íþrótta og aktívsima eftir að leikmenn NBA neituðu að spila leiki á dögunum í mótmælaskyni vegna kynþáttamisréttis í Bandaríkjunum. Og svo fáum við nýjustu fréttir frá ástandinu í Hvíta-Rússlandi. Í vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur. Birta Björnsdóttir fjallar um málið og ræðir við dr.Courtney Radsch, talskonu samtakanna Committee Protecting Journalists, sem jafnframt er fyrrum blaðamaður hjá The New York Times. Þá heyrum við einnig í Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi, en meðal verkefna samtakanna er að standa vörð um tjáningarfrelsið. Báðir voru viðmælendur sammála um að árásir, hótanir og lögsóknir á hendur blaðamönnum hafi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins. Það varð uppi fótur og fit í síðustu viku þegar liðsmenn Milwuakee Bucks mættu ekki til leiks í einvígi sínu við Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta. Með þessu vildu leikmenn mótmæla því kerfisbundna óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn eru beittir. NBA-deildin er orðin pólitísk, sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, og lét sér fátt um finnast og það andar köldu milli leikmanna deildarinnar og forsetans. En hvaða áhrif hafa íþróttamenn á samfélagslegur umbætur? Guðmundur Björn talar um aktivisma og íþróttir. Þá rifjum við upp hvað hefur gest undanfarnar vikur í Hvíta-Rússlandi, og spjöllum við góðkunningja Heimskviða, Sofyu Orlosky. Í Hvíta-Rússlandi situr Lúkasjenka forseti enn við völd þrátt fyrir mikil mótmæli almennings. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.