62 | Valdarán í Mjanmar og spilling í Bangladess

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Í Heimskviðum vikunnar förum við til Bangladess og Mjanmar, nágrannaríkja sem eiga sér ólíka sögu. Og sögur vikunnar frá þessum ríkjum eru einnig ólíkar. Við greinum frá nýlegri uppljóstrun Al-Jazeera fréttastofunnar, sem leiddi í ljós samvinnu glæpasamtaka við öryggissveitir ríkisins í Bangladess. Aðalleikarar þessa sögu eru auk forsætisráðherra landsins fjórir bræður, sem eru ýmist hátt settir embættismenn eða ótýndir glæpamenn. Aðfaranótt mánudags framdi herinn í Mjanmar valdarán. Þann fyrsta febrúar stóð til að mjanmarska þingið yrði sett, en kosningar fóru fram í landinu í nóvember þar sem NLD-flokkurinn, eða Lýðræðislega þjóðardeildin, hlaut yfirburða kosningu eða 80% prósent atkvæði. Í skjóli nætur handtóku hermenn mjanmarska hersins helstu þingmenn og leiðtoga flokksins. Þar á meðal Aung San Suu Kyi, stofnanda flokksins og valdamestu konu landsins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.