63 | Mannréttindabrot í Téteníu og kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Í síðasta þætti fjölluðum við um nágrannaríkin Mjanmar og Bangladesh. Í þættinum í dag ætlum við að dvelja í Austur-Evrópu. Við fjöllum um jafn ólíka hluti og kjarorku annars vegar og svo ofsóknir gegn samkynhneigðum hins vegar. Við byrjum í Téténíu. Mál tveggja tétenskra karlmanna komst í hámæli í vikunni, en þeir voru teknir höndum í Rússlandi þar sem þeir voru grunaðir um samkynhneigð, að er virðist. Þaðan voru þeir fluttir til Téteníu og gætu átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Forseti Téténíu, Ramzan Kadyrov, þvertekur fyrir að til séu samkynhneigðir Téténar, og að mannréttindabrot hafi verið fram á samkynhneigðum þar í landi. En því eru samtök á borð við Amnesty International hreint ekki sammála, kannski eðlilega. Það hefur verið ráðist í alls kyns herferðir til að reyna að vekja máls á þessu, að þau skipti hundruðum og jafnvel þúsundum fólkið sem er handtekið, pynta, dæmt og jafnvel drepið fyrir það eitt að vera samkynhneigt í Téténíu. Það er erfitt að rannsaka þessi mál, aðgengi að upplýsingum er ekki gott og þegar leiðtogi landsins er á þessari vegferð er enn erfiðara að fá heildarmyndina. En rannsóknir mannúðarsamtaka og frásagnir þeirra sem flúið hafa frá Téténíu eru meðal þess sem hægt er að styðjast við og það eru ekki fallegar frásagnir. Það er eins og þetta komi í bylgjum, aðgerðir stjórnvalda. Það sé farið í svona rassíur og fjöldi fólks handtekinn hverju sinni. Frásagnir af pyntingum eru mjög margar og ófá dæmi þess að fólk hafi hreinlega dáið við slíkar aðstæður. Alls kyns trúaratafnir til að lækna samkynhneigð eru sömuleiðis vinsælar. Kjarnorkuver hóf starfsemi í Hvíta-Rússlandi í nóvember en því var valin staður örstutt frá Vilníus höfuðborg Litáen. Stjórnvöld þar og Evrópusambandið hafa áhyggjur af að kjarnorkuver sé reist á þessum stað, og ekki bætir úr skák að óhöpp bæði við framkvæmdir og framleiðslu hafa verið býsna tíð. Þetta hefur valdið áhyggjum af því að slys geti átt sér stað, en þau hafa afdrifaríkar afleiðingar þegar þau eiga sér stað í kjarnorkuverum eins og dæmin sanna. Hallgrímur Indriðason segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.