66 | Bin Salman, morðið á Khashoggi og eldsvoðinn í Grenfell

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Í Heimskviðum vikunnar höldum við Tyrklands, Sádí-Arabíu og Lundúna. Tæp tvo og hálft ár eru síðan Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í sendiráði Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Khashoggi hafði talað opinskátt fyrir opnara og gagnsærra stjórnkerfi í heimalandinu, og gagnrýnt krónprinsinn Mohammed bin Salman fyrir spillingu og mannréttindabrot. Prinsinn hefur ítrekað þvertekið fyrir að hafa skipulagt, eða vitað, um morðið á Khashoggi. Það verður að teljast ólíklegt að að hæstráðandi landsins hafi ekkert vitað, og því eru bandarísk stjórnvöld sammála. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um morðið á Khashoggi, sem var gerð opinber á dögunum. En hvað hún felur hún í sér? Munu Bandaríkin geta beita refsiaðgerðum gegn einum mikilvægasta bandamanni sínum í Mið-Austurlöndum? Guðmundur Björn kynnti sér málið. Flestum er eldsvoðinn í Grenfell fjölbýlishúsinu í Lundúnum sumarið 2017 enn í fersku minni en sjötíu og tvö létust þegar blokkin varð alelda á skömmum tíma. Tæpum fjórum árum eftir brunann búa um 650 þúsund Lundúnabúar búa enn í húsnæði með samskonar klæðningu og fuðraði upp í eldsvoðanum. Örvænting hefur gripið um sig í stað reiði, því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda hefur lítið verið gert fyrir þennan hóp. Birta Björnsdóttir fjallan um eldsvoðann í Grenfell og ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.