7 | Loftslagsfundur SÞ, rannsókn á Trump, og hinn eftirlýsti al-Bashir
Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados
Categorías:
Í sjöunda þætti Heimskviðna komumst við að því hvað fór fram á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þar sem loftslagsmál voru til umræðu. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Rætt er við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing. Þá halda Heimskviður til Súdan. Forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir margra mánaða mótmæli í landinu. Hann er einmitt eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólunum í Haag fyrir aðild að þjóðarmorði. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um þennan umdeilda forseta og stöðuna í þessu stríðshrjáða landi. Ekki verður komist hjá því að ræða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hafi gerst brotlegur í starfi þegar hann óskaði eftir því við yfirvöld í Úkraínu myndu rannsaka mál Joe Bidens, sem þykir líklegur til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Við hlýðum á samtal Boga Ágústssonar og Silju Báru Ómarsdóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um þetta merkilega mál og sýn hennar á hvernig Donald Trump hefur tekist að breyta bandarískum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.