Sumar-Heimskviður / Íþróttaþvætti Sáda og Ingebrigtsen-fjölskyldan

Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados

Categorías:

Yfirvöld í einræðisríkinu Sádi-Arabíu eru sökuð um íþróttaþvætti (sportswashing á ensku) með því að setja fjármuni í íþróttir víða um heim til að bæta ímynd sína. Þetta hefur víða heppnast vel frá þeirra sjónarhóli. Eitt dæmi um þetta er að síðasta sumar komu margir af bestu knattspyrnumönnum heims í lið í sádiarabísku deildinni gegn himinháum launum. Sú tilraun virðist ekki ganga vel og farið er að bera á ósætti og jafnvel brotthvarfi leikmanna. Hallgrímur Indriðason skoðaði málið fyrr í vetur. Við fjölluðum í vetur um sögu einnar þekktustu fjölskyldu Noregs, kannski fyrir utan konungsfjölskylduna. Það er Ingibrigtsen fjölskyldan en í henni eru þrír af heimsins bestu hlaupurum og þeir sökuðu á dögunum föður sinn, sem hefur þjálfað þá frá barnæsku, um að beita sig andlegu og líkamlegu ofbeldi frá því þeir voru smástrákar. Lögreglurannsókn stendur nú yfir og þetta hefur klofið fjölskylduna sem norska þjóðin hefur fylgt síðustu ár í sjónvarpsþáttunum Team Ingebrigtsen. Yngsti bróðirinn, Jacob, er einn besti hlaupari sem Norðmenn hafa alið og er mættur til Parísar þar sem hann stefnir að því að verja ólympíumeistaratitilinn í 1500 metra hlaupi og gerir það án pabba síns. Hann var formlega ákærður í vor en meint brot beinast ekki að hlaupabræðrunum heldur yngri systkinum þeirra, sem hann er sakaður um að beita bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Og það verður líklega réttað í málinu í lok sumars eða í haust. Við rifjum upp baksögu þessa máls.