Sumarútgáfa: Suður-Ameríka
Heimskviður - Un pódcast de RÚV - Sabados
Categorías:
Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í sjötta sumarþættinum er Suður-Ameríka. Fjallað er um þá vaxandi óánægju sem gætir meðal almennings út í ríkjandi stjórnvöld víða í álfunni, morðið á argentíska saksóknaranum Alberto Nisman, og bræðraþjóðirnar Kólumbíu og Venesúela. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.