(ó)Vitinn - 1. þáttur - Ásdís, kjólameistari og eigandi Loforðs

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

Í (ó)Vitanum fáum við að kynnast skemmtilegu og athyglisverðu fólki, skoða aðeins hvað er í gangi, hvað gaflarar og nýbúar jafnt eru að bardúsa, læra eitthvað nýtt, fræðast um eitthvað spennandi og heyra af skemmtilegum, öðruvísi og ótrúlegum hlutum sem koma upp hjá okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar, Fysti viðmælandinn okkar er kjólameistarinn Ásdís, sem rekur brúðarkjólaverslunina og saumaverkstæðið Loforð í Fornubúðum. Hún ræðir við okkur um brúðarkjóla, saumamennsku, listina að lifa og hvað í ósköpunum fær konu til að opna förðunar-sauma-fíneríisverkstæði niðri við smábátahöfn.