Ræmurýmið - Ferngully
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar
Categorías:
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar. Fyrsta mynd vetrarins er teiknimyndin Ferngully: The Last Rainforest í leikstjórn Bill Kroyer, en myndin telst til einna fyrst umhverfismeðvituðu myndum samtímans ætlaðar börnum. Sagan segir af blómálfinum Crystu og félögum hennar sem þurfa að berjast við skrýmslið Hexxus áður en hann eyðir skóginum þar sem þau búa, en Hexxus dregur mát sinn úr mengun mannfólksins. Meðal leikara eru Samantha Mathis, Tim Curry, Christian Slater, Jonathan Ward og Robin Williams.