Síðasta lag fyrir myrkur - Beðið eftir Barbörunum (e. J.M. Coetzee)

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

Síðasta lag fyrir myrkur er...Beðið eftir barbörunum e. J.M. Coetzee Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Í þessum þætti fær Hjalti Snær til sín Hrafnhildi Reynisdóttur. Saman ræða þau bókmenntastórvirki Coetzee og heimsmyndina sem var innblástur verksins. Þetta er fyrsti þáttur þessarar seríu sem mun verða í boði reglulega út næsta ár, en vel er við hæfi að hefja leika á myrkasta degi ársins, vetrarsólstöðum. Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)