Síðasta lag fyrir myrkur - Í Gullhreppum (e. Bjarna Harðarson)
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar
Categorías:
Síðasta lag fyrir myrkur er...Í Gullhreppum eftir Bjarna Harðarson Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Önnur bók 18. aldar þríleiks Bjarna Harðarsonar um síðustu daga Skálholts - sem er einmitt titill síðustu bókarinnar - færir fókus þríleiksins frá fátækum kotbændum og yfir til kóngsins Köbenhavn, þar sem segir frá séra Þórði í Reykjadal (1698-1776), sem eftir nám sitt (og þónokkrar flækjur áður en haldið var heim) sneri aftur til Skálholtsstaðar á 18. öld. Þegar heim er komið opnar Reykjadalsprestur hús sín fyrir farandi lýð flækinga og nýtur góðs af á engjaslætti. Hann er sjálfur frábitinn allri vinnu en skoðar veröldina með kátlegu kæruleysi þess sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Inni fyrir berst Þórður við trúarlegar efasemdir og forboðnar kenndir sínar til karlmanna. Í kararlegu sinni í Skálholti dreymir hann um að sjá Skálholtsstað í logum en hefur hvorki vilja né nennu til að kveikja þá elda. Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtist okkur með kröm sinni og skemmtan, og Hjalti útskýrir þetta allt af sinn einstaka og lifandi máta.