Síðasta lag fyrir myrkur - Stormfuglar og Þung ský (e. Einar Kárason)
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un pódcast de Bókasafn Hafnarfjarðar
Categorías:
Síðasta lag fyrir myrkur er... Stormfuglar og Þung ský eftir Einar Kárason. Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Í þetta skiptið tekst Hjalti á við tvær bækur; Stormfuglar er áhrifamikil saga um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl, og Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur. Báðar eru bækurnar eftir Einar Kárason, og eru sögutengd skáldverk sem tengja við raunverulega atburði á þann einstaka máta sem hefur gert Einar að einum dáðasta rithöfundi landsins.