Raddir margbreytileikans – 6. þáttur: Sameinar mannfræðina og lögreglufræðin
Hlaðvarp Heimildarinnar - Un pódcast de Heimildin
Í þessum þætti er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur sem er lektor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem hún kennir áfanga meðal annars í lögreglufræði. Eyrún er fædd árið 1973 og ólst upp á Höfuðborgarsvæðinu og í Fellabæ á Austurlandi. Hún kláraði BA í mannfræði frá HÍ árið 2003 og MA í félagsfræði, einnig frá HÍ, árið 2008. Hún er að ljúka doktorsprófi frá HÍ í haust undir leiðsögn Kristínar Loftsdóttur en ritgerðin hennar fjallar um afkomendur Íslendinga í Brasilíu. Við spjölluðum við Eyrúnu um Íslendinga í Brasilíu en einnig um hatursorðræðu og hlutverk lögreglu í fjölbreyttu samfélagi.
