Radíó Efling – Labbað í loftið

Hlaðvarp Heimildarinnar - Un pódcast de Heimildin

Podcast artwork

Í nýjasta þætti Radíó Eflingar ræðir Þórunn Hafstað við Eðvald Karl Eðvalds, félagsmann Eflingar til margra ára. Kalli, eins og hann er alltaf kallaður, fékk sína fyrstu vinnu 11 ára, en stendur nú á tímamótum. Hann er nýorðinn 67 ára og er að hætta að vinna. Kalli hefur komið sér upp einum fullkomnasta flughermi landsins heima hjá sér og í þættinum býður hann hlustendum á flug meðan hann ræðir um starfsferilinn í steypunni, frelsið í háloftunum og hvernig hann sjái fyrir sér að verja þeim tíma sem fylgir starfslokunum. Umsjón: Þórunn Hafstað Viðmælandi: Eðvald Karl Eðvalds Tónlist og hljóð: www.freesound.com Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0), Retro piano loop eftir Setuniman (CC BY-NC 3.0), DaveJf (CC0 1.0), Kev_durr (CC BY 3.0), Navadaux (CC0 1.0), Setuniman (CC BY-NC 3.0).