Saga Japans – 48. þáttur: Drápsteinninn
Hlaðvarp Heimildarinnar - Un pódcast de Heimildin
Þann fimmta mars síðastliðinn sprakk dularfullur steinn í þjóðgarði í Norður-Japan. Talið er að síðan á tólftu öld hafi þessi baneitraði steinn hýst illan anda sem nú leikur lausum hala. Í þessum þætti könnum við goðsöguna um Tamamo no Mae og kynnumst um leið japanska refinum, og hvers vegna við ættum öll að óttast hann.
