#3 - Fjárfestingar í nýjum iðnaði - Jenný Ruth Hrafnsdóttir

Hlaðvarp Rafmyntaráðs

Jenný Ruth Hrafnsdóttir er meðeigandi hjá Crowberry Capital sem er vaxtafjárfestingasjóður sem hefur fjárfest í nýsköpun og fjártækni. Í þessu samtali ræddum við um fjárfestingar í nýjum iðnaði og tækifæri sem þar leynast ásamt mikilvægi þess að byggja gott nýsköpunarumhverfi sem stuðlar að auknum tækifærum fyrir alla. Í lok þáttarins komum við inn á stöðuna í nýsköpun tengt bálkakeðjum og rafmyntum og hversu ómótað landslagið er í raun. Þátturinn var tekinn upp 29 mars 2019.