EM í handbolta - Guðjón Valur Sigurðsson

Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Ísland vann ótrúlegan sigur á Frakklandi, 29-21 í milliriðlakeppni EM karla í handbolta í Búdapest í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson markahæsti landsliðsmaður sögunnar, næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og núverandi þjálfari Gummersbach í Þýskalandi er á línunni hjá okkur í Íþróttavarpi dagsins. Hann fer yfir leikinn við Frakka, spáir í spilin fyrir leikinn við Króata á morgun og fer vítt og breitt yfir sviðið. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.