EM í handbolta - Karen Einarsdóttir

Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Karen Einarsdóttir eiginkona Björgvins Páls Gústavssonar, sem sjálf er fyrrverandi markvörður hjá Fram var gestur Íþróttavarpsins í dag. Hún ræddi við okkur um tapið grátlega fyrir Króatíu í gær, leikinn við Svartfellinga á morgun og um síðustu daga. Karen fór líka almennt yfir sviðið hvernig er að vera ein heima með fjögur börn meðan eiginmaðurinn er á stórmóti í næstum heilan mánuð. Það komi þó aldrei til greina að hennar hálfu Björgvin Páll fái ekki leyfi til að spila fyrir íslenska landsliðið, ekki einu sinni í fyrra þegar Björgvin fór frá fimm daga gömlu barni á HM í Egyptalandi. Karen hefur bullandi trú á því að leikirnir í lokaumferð riðlakeppninnar spilist vel á morgun, þannig Ísland komist í undanúrslit og þá sé aldrei að vita nema hún skelli sér til Búdapest á úrslitahelgina. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.