HM í fótbolta 2022 - Birkir Már Sævarsson

Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Íþróttavarpið er á HM stillingu þessa dagana, enda hefst HM í fótbolta í Katar á sunnudag. Gestur Íþróttavarpsins í dag hefur spilað á HM. Hann spilaði raunar hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjum Íslands á HM fyrir fjórum árum. Hann er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður karlalandsliðsins frá upphafi með 103 leiki og heitir Birkir Már Sævarsson. Bakvörðurinn ræddi hina ýmsu hluti í þætti dagsins. HM minningar frá því hann var í myndmennt í grunnskóla og svo þegar hann spilaði sjálfur á HM í Rússlandi 2018. Hann sagðist til dæmis hafa sofið mun betur en Alfreð Finnbogason fyrir leikinn við Argentínu á HM. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson