Kjartan Atli Kjartansson

Íþróttavarp RÚV - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Kjartan Atli Kjartansson stýrði á síðasta tímabili körfuboltaliði Álftaness upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Kjartan hefur undanfarin átta ár stýrt Körfuboltakvöldi, sjónvarpsþætti sem fjallar einmitt um efstu deild á Íslandi en stígur nú frá borði. Hann hefur komið víða við í fjölmiðlum, til að mynda stýrt eigin útvarpsþætti, verið umsjónarmaður í Íslandi í dag og komið að þáttagerð á Stöð2Sport. Hann hefur auk þess þjálfað yngri flokka í körfubolta frá 17 ára aldri, kennt í grunnskóla og skrifað skáldsögur og bækur um körfubolta. Kjartan Atli er viðmælandi Íþróttavarpsins í þessari viku þar sem hann ræðir meðal annars fjölmiðlastarfið, þjálfarahlutverkið og knattspyrnuferilinn. Umsjón: Almarr Ormarsson