Logi Bergmann páskagestur og páskalambið með Úlfari Finnbjörnss.

Mannlegi þátturinn - Un pódcast de RÚV

Categorías:

Í dag er síðasti virki dagurinn fyrir páska, því ákváðum við að fá ekki föstudagsgest, heldur miðvikudags-föstudags-páskagest. Logi Bergmann Eiðsson hefur nú búið í Washington í um það bil 8 mánuði, en eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er sendiherra Íslands þar. Við spurðum hann út í dvölina í Washington, fórum með honum aftur í tímann og í gegnum ferilinn og lífið á handahlaupum til dagsins í dag. Það eru margir sem ætla að matreiða lambakjöt um páskana og oft verða lærin fyrir valinu. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari kom svo til okkar og fór með okkur yfir það hvernig á að elda hið fullkomna páskalamb. Tónlist í þættinum í dag: Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason) Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson) I Don’t Wanna Hear About It / Maggie Antone (Maggie Antone & Carol Karpinen) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON