Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, Happy hour kórinn og rannsóknir á þunglyndi

Samfélagið - Un pódcast de RÚV

Podcast artwork

Categorías:

Gagnagíslatökur, álagsárásir og svikapóstar eru meðal þeirra áskoranna sem netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, þarf að eiga við í sínum störfum. Starfsmönnum þar hefur fjölgað úr tveimur í fjórtán á fimm árum, sem er til marks um aukið álag og áherslu á netöryggi hér á landi. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, fræðir okkur um störf sveitarinnar í þættinum í dag. Happy Hour kórinn hefur verið starfræktur í húsnæði Domus Vox í sex ár. Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri, segir markmiðið með kórnum að fá konur til að hittast og njóta þess að syngja saman. Við kíktum á kóræfingu í gærkvöldi og nutum þess að hlýða á fallegan söng. Edda Olgudóttir kemur til okkar í sitt reglulega vísindaspjall. Í dag ætlar hún að segja okkur frá rannsóknum á þunglyndi. En þunglyndi er algeng geðröskun sem lýsir sér þannig að depurð eða leiði varir í lengri tíma. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: GDRN - Af og til