#10 Skoðanir Karó
Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes
Categorías:
•Í draumi sérhvers manns er fall hans falið, sagði skáldið, en Skoðanabræður kafa bókstaflega dýpra: Í eista sérhvers karlmanns er draumur hans falinn. Og Hitler missti annað eistað og það var ekki draumaeistað, því ljóst var að hann dreymdi allt fram á hinsta dag. Hið sama gildir um hinn meðalhvíta unga karl sem þarf ekki nema sopa af bjór til að fara að tala um næstu sigra. •Þetta eru hásálfræðilegar vangaveltur, það liggur svo sem fyrir að ekkert er Skoðanabræðrum óviðkomandi, en þeir njóta hér liðsinnis næstum því sálfræðimenntaðs karlmanns vikunnar. Nefnilega Karó(línu) Jóhannsdóttur. Hún er ekki freudisti, frekar en Bergþór, sem lætur hugann reika á meðan Karó og Snorri ræða fræðin. Hér er tilefni til að biðjast afsökunar. •(Frjáls framlög til frjálsra ritstjórna eins og Skoðanabræðra eru meira en vel þegin og eru raunar skyldubundin á sinn hátt fyrir dygga hlustendur. Númerið er 661-4648. Aur eða Kass.) •Skoðanabræður sérhæfa sig í að ætla að fara yfir fréttir vikunnar en gera það ekki. Hér fara Skoðanabræður því út fyrir rammann og gera raunverulega það sem þeir eiga að gera: fara yfir fréttir vikunnar. •Og hvað er meira í fréttum en piece of shit loftslagsmálin? Karó er með loftslagskvíða enda kona. Sem hugsar um að eignast börn. Viðraðar hugmyndir um líffræðilegan mun á körlum og konum, sem er náttúrulega fullkomlega sígild og óumdeild pæling. Kynslóð foreldra okkar sá von. Við sjáum óvon. Og þó. •Borgarlínan vefur sig eins og höggormur um hin ýmsu viðfangsefni sem hér bera á góma, frjálshyggja berst í tal og flóttamenn og hælisleitendur. Allt rætt af yfirvegun og sanngirni, eins og hefðin býður. •Svo hafa Skoðanabræður verpt einu páskaeggi inn í þáttinn, eða þremur, sem sagt litlum glaðningi fyrir karlmenn með drauma í eistunum um að tala spænsku einn daginn. Með öðrum orðum: Hún segist ekki reykja en ef ég kveiki í jónu tekur hún hit. •Skoðanabræður eru frjálst hlaðvarp og þeir starfa, eins og kveðið var á um í öndverðu, á vegum Útvarps 101.