#13 Skoðanir Birnis rappara
Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes
Categorías:
–Lífið er erfið veisla! Eða lífið er veisla en það mæta nokkrir óboðnir gestir. –Eins og til dæmis eiturlyfjafíkn. Karlmaður vikunnar hefur kynnst því. Og hann virðist jafnframt hafa sigrast á því. Af hverju ertu að spyrja mig, af hverju, á hverju ertu, eða hvað sem í fjandanum er sagt í þessu lagi. En Birnir er ekki á neinu, það er punkturinn. –(Skoðanabræður má og á að styrkja í síma 661-4648 á Kass eða Aur) –Birnir gekk í öndverðu með drauma í eistunum, hann tjáði þá við karlmenn í portinu á Prikinu, hann ætlaði að verða stór, hann ætlaði að sigra leikinn, og hvað gerðist. Draumarnir rættust. Þeir sem sé gera það, en til þess að skýra það nánar þarf að spóla nokkur ár til baka. Hver er Birnir! er því spurt og því svarað skilmerkilega. –Þátturinn er með óhefðbundnu sniði: Birnir fylgist ekki með bullshittinu sem Skoðanabræður hafa lifibrauð sitt af. Skoðunum. Hann er meira að líta inn á við, að mæta sínum innri manni og kanna aðeins hvert stefnir. Hann er nýkominn úr meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn. Hann dvaldist í Svíþjóð um hríð. –Þetta virðist vera fyrsta opinskáa mannlífsviðtal sem hann fer í eftir það og um leið afsveinar hann Skoðanabræður í að framleiða slíkt efni fyrir útvarp. Útkoman er alvöru opinskár lasleiki í beinni. Nema vitaskuld ekki í beinni, enda öldur ljósvakans teknar nýstárlegum tökum af Skoðanabræðrum, hlaðvarpið er aðgengilegt hvenær sem er. –Og „ég held að ég þurfi að fara að kveikja aðeins á perunni, fullt af wack motherfuckers hérna í senunni.“ Hverjir eru þessir ræfilslegu móðurriðlar, Birnir, hverjir eru þeir? –Safinn er á lofti, hann er heilandi í eðli sínu og hann er á vegum Útvarps 101, eins og kveðið var á um í öndverðu.