#159 Skoðanir Jakobs Birgissonar (II.)

Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes

Categorías:

Gæinn sem léti sér detta í hug að bjóða Skoðanabræðrum að vera með annan live þátt, eins og þeir gerðuð með Jakobi Birgissyni 2019, hlýtur að vera mesti startup-loser á Íslandi. Hann myndi tróna á toppnum – og næg er samkeppnin. En sem betur fer er ekki verið að gera það. Nú er Jakob fenginn að borðinu inn í hljóðverið á Útvarpi 101. Og hann hefur frá ýmsu að segja, sem sagt nokkurri reynslu af vettvangi skemmtanalífsins á Íslandi. Í alvöru. Hjörvar Hafliða segir meira að segja að hann sé fyndinn. Áður en Jakob varð eðlilegur þegn var hann þó hræðilegt barn og unglingur, eins og þegar hann hætti að mæta í skólann í 9. bekk. Þetta tímabil er umræðunnar vert, en fyrst og fremst þjónar það þeim tilgangi að vera stökkpallur inn í stóru málin; kynferðismálin, klámið, eiturlyfin, stjórnmálin, íhaldssemina og lífið sjálft. Lífið sjálft er auðvitað mjög slæmt.