#36 DJ Dóra Júlía, ljósir punktar í faraldrinum og úrkynjuð unglingsgerpi á Instagram

Skoðanabræður - Un pódcast de Bergþór Másson - Viernes

Categorías:

1:18 fara aftur í menntaskóla og unglingalíkamar 07:30 styrkjakóngurinn kynntur inn 10:00 skoða gömul skilaboð á Messenger 13:40 Snorri mætir í mataboð yfirnáttúrulega þunglyndur 17:30 sumarbústaðabann 24:00 Joe Biden elliær 27:20 Þjóðhátíð og FM95BLÖ 41:30 nýja Drake lagið svívirt 45:45 Dóra Júlía 01:10:50 Hildur Lilliendahl,feministar og fjölmiðlar 01:22:40 Talented Mr. Ripley, Matt Damon og Gwyneth Paltrow 01:42:15 íslenskir tónlistar ópólitískir Aurið eða Kassið í símanúmer 661-4648 – Skoðanabræður eru að safna fyrir nýju hljóðkorti og þeir myndu aldrei taka fé fyrir að auglýsa nokkurn skapaðan hlut, og þurfa þeim mun frekar á hjálp þinni að halda. Þú veist að þú skuldar.  Þáttur dagsins, gjöf til hlustenda.. Fyrst skal frægan telja: Dóra Júlía heiðrar okkur með símtali árla morguns á skírdegi þar sem farið er yfir stöðu mála. Hvernig fer fólk að því að halda haus þegar bókstaflega svona fimm epískum utanlandsferðum um suðrænar sólareyjar er aflýst á einu bretti og ekkert blasir við nema líflaus auðn? Jú, það áttar sig bara allt í einu á því sem skiptir máli í lífinu, góðir félagar og góð veisla, sama hvað tautar og raular. Menn eru í þessari stöðu nú um mundir og enginn nær betur utan um það ástand en Dóra, sem er einmitt þolandi öfangreindra hörmunga – en líka uppgötvari dásamlegra uppgötvana. Skoðanabræður hafa þó einnig lagt áherslu á að gleyma ekki myrku hliðunum í þessu öllu saman, einkum Snorri, sem sérhæfir sig í neikvæðni og kvíða – því sem Bergþór hefur snilldarlega nefnt „smitandi sjálfsmorðsorku“. Horfið er aftur að því gamalkunna viðfangsefni þessa hlaðvarps og staðan tekin á þjáningunum.   Síðan er stiklað á stóru um helstu hugðarefni landsmanna, allt frá sumarbústaðarskömminni (hvert erum við komin) og til misfagurra dægrastyttinga í þessum sömu bústöðum, eins og til dæmis ósæmilegar sjálfssnertingar kvenna í kjölfar lestrar á bókum eftir Jón Kalman. Svo að ekki sé farið nánar út í það er best að vísa bara beint í efni þáttarins, og taka fram, að djúsinn er á vegum Útvarps 101.